Badminton í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Badmintonfélagar á Blönduósi eru byrjaðir af fullum krafti í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi samkvæmt Húna.is og verða þar tvisvar í viku. Spilað verður mánudaga og fimmtudaga frá kl. 19:00-20:30. „Félagarnir vilja endilega fjölga í hópnum og hvetja því alla til að að mæta og taka þátt í fjörinu,“ segir í tilkynning frá Badmintonfélögum.

Samkvæmt tilkynningunni verður fyrsta vikan verður frí þ.e. frá 15. – 19. september og því um að gera að mæta og prufa. Þá verður hægt að fá lánaða spaða í íþróttahúsinu ef þess gerist þörf.

Fleiri fréttir