Bændur fá aðgöngumiða í réttir

Það verður annar bragur á réttarstörfum í MIðfjarðarrétt í ár eins og víðar. Myndin tekin 2017. Mynd: Anna Scheving.
Það verður annar bragur á réttarstörfum í MIðfjarðarrétt í ár eins og víðar. Myndin tekin 2017. Mynd: Anna Scheving.

Fjallskilastjórn Miðfirðinga kom saman í gær og fór yfir þær reglur sem sem settar hafa verið af yfirvöldum vegna gangna og réttastörf þetta haustið. Til að lágmarka fjölda sem kemur saman í réttinni hverju sinni er stefnt að því að Núpsheiðarsafn komi fyrst til réttar kl 11, Húksheiði komi kl 13 og Aðalbólsheiðir komi til réttar kl 15. Hrossarétt hefst kl 6:30.

Fjallskilastjórn mun útdeilda miðum niður á bæi sem gefur rétt til þátttöku í réttarstörfum. Einn miði fer á þá bæi sem eiga fjárvon í réttinni en það ættu að vera tólf bæir, sex miðar á hvern bæ sem á færri en 200 ær á heiði og níu miðar fara á þá bæi sem eiga fleiri en 200 ær á heiði.

Í fundargerð fjallskilastjórnar kemur fram að hliðvörslumenn verði þær Guðrún Helga Magnúsdóttir, Rannveig Erla Magnúsdóttir og Eva Guðrún G.

Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 marka hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin takmörkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir