Baldur Haraldsson akstursíþróttamaður ársins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.11.2014
kl. 13.36
Baldur Haraldsson á Sauðárkróki og Ásta Sigurðardóttir, sem bæði eru rallýökumenn, voru um helgina útnefndur akstursíþróttamaður ársins 2014. Útnefningin fór fram á lokahófi akstursíþróttamanna í Sjallanum á Akureyri.
Eftir að tilnefningu frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus formannafundur akstursíþróttasambands Íslands (Akís) eina konu og einn karl til titilsins.
Eins og Feykir hefur greint frá áttu Baldur og aðstoðarökumaður hans, Aðalsteinn Símonarson, frábært keppnistímabil í sumar og höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í rallý þegar ein keppni var eftir af Íslandsmótinu.