Baldur og Aðalsteinn efstir í rallýinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.06.2014
kl. 21.30
Í dag lauk annarri umferð í Íslandsmeistaramótinu í rallý, en sú umferð var haldin af AIFS í nágrenni Reykjanesbæjar. Keppnin hófst í gærkvöldi á stuttum leiðum, m.a. var ekin sérstök áhorfendaleið um Keflavíkurhöfn en síðan var tekið næturhlé.
Akstri var haldið áfram í morgunsárið, ekið var var um Djúpavatn ásamt Nikkel og Helguvík. Lauk keppninni með frækilegum sigri Vestlendingsins Aðalsteins Símonarsonar og Skagfirðingsins Baldurs Haraldssonar, en þeir unnu með 38 sekúndna forskoti á næstu áhöfn.
Þrettán áhafnir hófu keppni í gærkvöldi en einungis átta náðu að ljúka keppni. Er því óhætt að segja að árangur þeirra Aðalsteins og Baldurs sé afar glæsilegur.