Barnabær mögulega opinn til fimm

Fræðslunefnd Blönduósbæjar hefur samþykkt með 2 atkvæðum erindi frá  Foreldrafélagi Barnabæjar þar sem beðið var um möguleika á því að hafa leikskólann opinn til klukkan 17:00

Var erindið samþykkt með þeim afmörkum að af faglegum og fjárhagslegum ástæðum þurfi að liggja fyrir formleg umsókn sex barna um vistun til kl. 17:00 til þess að opnunartími leikskólans verði lengdur til klukkan 17:00. Þó sé hámarksdvalartími barns á leikskólanum 8 klst á dag. Einnig muni breytingin ekki taka gildi  nema um áramót eða að hausti. endanleg ákvörðun muni engu að síður liggja hjá Bæjarstjórn Blönduósbæjar þar sem þetta hefði í för með sér kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð.

EIns og áður sagði var tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum en 2 sátu hjá.

Fleiri fréttir