Berrassaðir bændur í sauðburði

Nokkrir bændur í Austur-Hún hafa tekið áskorun um að mynda sig bera í sauðburðinum. Samsett mynd af „berum“ af Facebook.
Nokkrir bændur í Austur-Hún hafa tekið áskorun um að mynda sig bera í sauðburðinum. Samsett mynd af „berum“ af Facebook.

Nokkrir eitursvalir bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa vakið landsathygli fyrir myndir sem þeir hafa póstað af sjálfum sér á Facebooksíður sínar en þar skarta þeir nýju fötum keisarans og alla vega einu nýbornu lambi.

Í morgun var einn þeirra, Jón Kristófer Sigmarsson bóndi á Hæli, í léttu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2  og sagði þetta hafa byrjað í léttu gríni á næturvakt í fjárhúsunum hjá Jóni bónda á Hofi sem ákvað að skora á annan bónda og þannig undið upp á sig.

Jón sagði að takmarka þyrfti þátttökuna við tólf þar sem myndirnar eigi að koma út á dagatali fyrir næsta ár en allir sem komnir eru hafi það sem þarf, sexappíl og vöxt í lagi. Það verður svo líklega selt til styrktar góðu málefni eins og að fara á leik í enska boltanum, eins og Jón lét hafa eftir sér í viðtalinu. Lofaði hann að dagatalið myndi koma út fyrir næstu jól en nokkrar myndir má finna HÉR.

Viðtalið við Jón Kristófer má hins vegar heyra HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir