BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 2-1

Tindastóll seig aftur niður í fallsæti 2. deildar á laugardag þegar strákarnir töpuðu gegn liði BÍ/Bolungarvíkur en leikið var á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Heimamenn komust yfir en Stólarnir jöfnuðu leikinn en Vestfirðingarnir áttu síðasta orðið og sigruðu 2-1.

Þar sem Magni sigraði í sínum leik er lið Tindastóls nú í 11. sæti deildarinnar og ljóst að leikmenn mega ekki misstíga sig mikið á næstunni ef ekki á illa að fara. Segja má að öll liðin fyrir neðan miðja töflu séu í fallhættu og því getur allt gerst. Botnlið Hamars átti að leika við KS/Leiftur nú um helgina en leiknum var frestað vegna veikinda leikmanna í Hveragerði.
 
/sk.com

Fleiri fréttir