Bílagerði reisir girðingu um gámavöll

Byggðaráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Bílagerði ehf um reisingu girðingar um gámavöll en tilboð í verkið voru opnuð þann 6. október sl. Bauð Bílagerði 3.892.319 krónur í verkið.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið.

Bílagerði ehf.    kr. 3.892.319-
Reynd að smíða ehf. Tilboð A  kr. 4.121.440-
Reynd að smíða ehf. Tilboð B  kr. 4.554.953-
Sverrir Sigurðsson   kr. 6.203.204-
Steypustöðin Hvammstanga ehf. kr. 4.605.750-
Timburmenn ehf.    kr. 3.990.000-

Fleiri fréttir