Bíll utan vegar í Hrútafirði

Björgunarsveitin Húni á Hvammstanga var kölluð út á miðvikudaginn til aðstoðar vegfaranda sem ekið hafði útaf í Hrútafirði í nágrenni við Reykjaskóla.
Bílnum var snarlega kippt aftur upp á veginn og gekk það vel. Mikil hálka er á þjóðvegum landsins og vegfarendur beðnir um að aka varlega.

Fleiri fréttir