Bílskúr brann á Hvammstanga

Brunavörnum Húnaþings vestra barst tilkynning um eldsvoða í bílskúr að Garðavegi 16 á Hvammstanga um kl 14:11 á laugardag. Engin var heima þegar eldurinn kom upp og var það athugull vegfarandi sem tók eftir því að reyk lagði frá bílskúrnum og hringdi í neyðarlínunna og lét vita.

Mikill eldsmatur var í bílskúrnum og brann allt það sem brunnið gat. Mikinn reyk lagði frá eldinum og barst hann fljótt inn í íbúðina og einnig í aðra íbúð sem er á neðri hæð hússins.

Slökkviliðið var fljótt á staðinn og gékk greiðlega að slökkva eldinn. Öðrum húsum í nágrenninu stafaði ekki hætta af eldsvoðanum.

Hægt er að sjá myndir af vetvangi á Hvammstangablogginu

/hvt.123.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir