Bílskúr og íbúðarhús í sama stíl - fúnkis

Bílskúrinn er smekklega felldur saman við stil hússins. Mynd: Skagaströnd.is

Á heimasíður Skagastrandar er sagt frá skemmtilegri bílskúrsbyggingu þar sem eigendur og jafnframt ábúendur á Lækjarbakka við Strandgötu er að byggja bílskúr sem viðbyggingu við íbúðarhús og er stíll hússins sem er fúnkis látinn halda sér.

Fúnkis var upprunnin í Þýskalandi snemma á síðustu öld og setti svip sinn á byggingar þar í landi og miklu víðar. Stíllinn var nokkurs konar andstæða við skrautlegar byggingar sem lengi tíðkaðist að reisa. 

Notagildið varð mótvægið.

 

Til Íslands barst fúnkisstíllinn upp úr 1930. Í kreppunni miklu á fjórða áratugnum kom sér vel að geta byggt sem allra einföldust hús, en þrátt fyrir það varð hreinræktaður fúnkisstíll aldrei ráðandi stefna í byggingum hér.

 

Húsið Lækjarbakki var byggt árið 1946.

Fleiri fréttir