Bílvelta í Langadal
Ökumaður Jeppa missti stjórn á bifreiðinni í hálku innst í Langadal í gær með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru þrír í bifreiðinni. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir.
Ökumaður sem átti leið fram hjá slysstað stuttu síðar kom fólkinu til aðstoðar og ók því á sjúkrahús á Blönduósi.
Bifreiðin er mikið skemmd.
/mbl.is
