Blæðir úr slitlagi á þjóðvegi 1
Á vef Vegagerðinnar er varað við slitlagsblæðingum á þjóðvegi 1 frá Holtavörðuheiði að Öxnadal. Þar lentu margir ökumenn í vandræðum í gærkvöldi þegar hjólbarðar fylltust af tjöru.
Í frétt á mbl.is segir að sandur hafi verið borinn á malbikið í gær, samkvæmt verklagi Vegagerðarinnar, og verði vegirnir skoðaðir betur í dag. Nú spáir kólnandi veðri og þá ætti að draga úr slitlagsblæðingum.