Blágosi frá Gæðingi besti bjórinn
Bjórhátíðin á Hólum var haldin sjöunda árið í röð þann 3. júní síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Björns Eyþórssonar hjá Bjórsetri Íslands tókst hátíðin afar vel eins og áður, gott veður, fullt af fólki og góður bjór í boði hjá brugghúsunum.
Eins og áður voru heimagerðar Bratwurst-pylsur í boði á grillinu ásamt toguðum grís (e. Pulled Pork), Pretzel frá Bakaríinu við Brúna á Akureyri og „pylsubrauðið“ frá Sauðárkróksbakaríi.
Sigurvegarar (Íslandsmeistarar) Bjórhátíðar 2017 urðu þessir:
Besti bjórinn:
1. Blágosi - Gæðingur (Skagafirði)
2. Surtsey - Brother's Brewery (Vestmannaeyjum)
3. Paint it Black - Bryggjan Brugghús (Reykjavík)
RVK Brewing Company fékk svo verðlaun fyrir besta básinn, en þeir voru að mæta á sína fyrstu bjórhátíð.
Sem sagt, afar vel heppnuð hátíð og frammistaða gesta og þátttakenda til fyrirmyndar, að mati aðstandenda hátíðarinnar.