Bless bless Rauður
Þessa dagana fara fram á Hólum í Haltadal tökur á sjónvarpsþáttum sem kallast „Bless bless Blesi.” Þættirnir eru framleiddir af ACT4 í samstarfi við RUV og NEW8 (New8 er samstarf allra norrænu sjónvarpsstöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belgíu) Bless bless Blesi, fjallar í stuttu máli um keppnis knapann Auð sem mætir á Landsmót hestamanna með stóðhestinn Blesa. Þeir sýna snilldartakta og Blesi er sigurstranglegasta hrossið í A-flokki gæðinga fyrir lokaumferðina. En að morgni keppnisdagsins finnst Blesi dauður í hesthúsinu. Lögreglan í sveitinni neitar að rannsaka málið enda ekki um morð að ræða þegar hestur er drepinn. Auður ákveður upp á eigin spýtur að rannsaka samfélag íslenskra keppnishestamanna í leit að hrossamorðingjanum.