Blóðgjöf er lífsgjöf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
31.08.2017
kl. 08.48
Blóðbankabíllinn er alltaf á ferð um landið og einmitt þessa stundina er hann staddur á planinu við Skagfirðingabúð þar sem Skagfirðingum gefst kostur á að leggja inn hjá bankanum til klukkan 11:30 í dag. Þá færir hann sig um set og verður á planinu við N1 á Blönduósi frá klukkan 14 til 17 í dag.
Það er mjög mikilvægt að alltaf sé nóg innistæða í Blóðbankanum fyrir sjúklinga og slasaða og því mikilvægt að sem flestir gefi blóð.
Hægt er að kynna sér reglur um blóðgjöf á vef Blóðbankans.