Boðaðir í æfingahóp landsliðsins

Þjálfarar íslenska körfuboltalandsliðsins hafa boðað 30 leikmenn í landsliðsæfingahóp fyrir verkefni sumarsins 2014. Á meðal leikmannanna sem valdir voru eru tveir Skagfirðingar, þeir Helgi Rafn Viggósson og Axel Kárason.

Helgi Rafn hefur spilað sem miðherji hjá Tindastóli og er nýliði í landsliðsæfingahópnum. Axel hefur verið að spila sem framherji með liðinu Værlöse í Danmörku og hefur spilað 28 leiki með landsliðinu.

Samkvæmt vef körfuknattleikssambands Íslands verður úr þessum leikmönnum valinn lokahópurinn sem mun leika í undankeppni Evrópumótsins fyrir næsta ár, EuroBasket 2015, en fyrsti heimaleikur landsliðsins verður þann 10. ágúst í Laugardalshöllinni gegn Bretlandi.

Fleiri fréttir