Börn 12 ára og yngri mega bara vera úti til átta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.09.2010
kl. 14.31
Útivistartími barna og unglinga styttist í dag en frá og með deginum í dag og fram í maí mega börn 12 ára og yngri aðeins vera úti til klukkan átta á kvöldin. Unglingar á aldrinum 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan tíu.
Undantekningin frá reglunni hvað unglingana varðar er þegar þeir eru á á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Útivistarreglurnar eru miðast við barnaverndarlög. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.