Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps

Á vef Húnavatnshrepps er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna virkjanaframkvæmda á veituleið Blönduvirkjunar. Breytingin er gerð vegna áforma Landsvirkjunar um að reisa þrjár virkjanir á núverandi veituleið Blönduvirkjunar frá Blöndulóni að Gilsárlóni.

Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu Húnavatnshrepps og geta þeir aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gert athugsemdir við tillöguna.

Athugasemdirnar þurfa að berast skriflegar fyrir 30. júlí nk. til Húnavatnshrepps, Húnvöllum, 541 Blönduós. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Fleiri fréttir