Breytingar á deiliskipulagi við Búland

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Húnaþings vestra sem haldinn var á dögunum kynnti forstöðumaður tæknideildar minniháttar breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Búland.

Breytingin felst í því að á lóð nr. 6 við Búland verði afmörkuð ný lóð undir spennistöð Rarik nýja lóðin verði 30m2 að stærð og heiti Búland 6A. Ráðið samþykkir að grenndarkynna skuli breytinguna fyrir eigendum fasteignarinnar að Búlandi 4.

Fleiri fréttir