Breytingar hjá Blönduósskirkju

Sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Benedikt Blöndal Lárusson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Mynd af huni.is, ljósm. Kári Kárason.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Benedikt Blöndal Lárusson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Mynd af huni.is, ljósm. Kári Kárason.
Húni.is segir frá því að framundan eru nokkrar breytingar varðandi starfsfólk Blönduósskirkju en meðhjálpari kirkjunnar til margra ára lætur nú af störfum og sóknarpresturinn, fer í ársleyfi.
 
Benedikt Blöndal Lárusson, meðhálpari og kirkjuvörður hefur gegnt starfi meðhjálpara og kirkjuvarðar í 21 ár. Við starfi hans sem meðhjálpari tekur Helgi Haraldsson en kirkjuvörður verður Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson formaður sóknarnefndar.
 
Við starfi sóknarprests, sr. Sveinbjörns R. Einarssonar, tekur sr. Ursula Árnadóttir sem eitt sinn gegndi starfi sóknarprests á Skagaströnd. 
 
Á fundi sóknarnefndar í gær voru Benedikt þökkuð störf hans fyrir kirkjuna og honum færð gjöf í lok fundar.

Fleiri fréttir