Bríet Lilja og Linda Þórdís Norðurlandameistarar með U16
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.05.2014
kl. 17.21
Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir úr Tindastóli urðu Norðurlandameistarar í körfuknattleik með íslenska U16 landsliðinu eftir 52:37 sigur á Svíþjóð í dag.
Íslenska stúlknalandsliðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu hingað til og mæta svo liði Danmerkur á morgun, en samkvæmt vef KKÍ munu úrslitin úr þeim leik ekki hafa áhrif á lokastöðuna og stelpurnar því sigurvegarar.
Þetta er fyrsti Norðurlandameistaratitill Íslands í kvennaflokki síðan árið 2004.