Búist er við stormi, meira en 20 m/s, á landinu í dag
Veðrið er slæmt á Norðurlandi í dag og færð farin að spillast en gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt víða 18-23 m/s upp úr hádegi. Hríð um landið norðanvert, en stöku él sunnantil.
Það dregur úr vindi í kvöld, fyrst austantil. Frost 1 til 8 stig, kaldast til landsins. Norðaustan 10-18 með éljum á morgun hvassast norðvestanlands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti kringum frostmark en vægt frost inn til landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma eða él norðan- og norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og suðvestantil. Frystir víðast hvar.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s með éljum, en léttsskýjað um landið sunnanvert. Frost víða 5 til 10 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag (Þorláksmessa):
Líklega austlæg átt, víða líkur á éljum og áfram kalt.