Búrhvalstarfur í Kálfshamarsvík á Skaga

Bjarni Jónsson og Jón Bjarnason yngri við búrhvalshræið. MYND AF NETINU
Bjarni Jónsson og Jón Bjarnason yngri við búrhvalshræið. MYND AF NETINU

Á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra segir í gær frá því að búrhvalstarf hafi rekið í Kálfshamarsvík á Skaga. Er þetta annar hvalurinn sem rekið hefur á land á svæðinu á stuttum tíma en ekki er langt síðan að búrhval rak á land við ósa Blöndu. Þessi reyndist um meter lengri en sá fyrri, mældist 13,6 m langur, og virðist nokkuð síðan hann drapst.

Bjarni Jónsson, forstöðumaður NNV, segir að sýnum og upplýsingum verði komið til hvalasérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar en hvalurinn verður væntanlega fjarlægður fljótlega, enda á vinsælum áfangastað útivistarfólks.

Bjarni segir reyndar frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi haft ungan aðstoðarmann með í för þegar hann fór að mæla og skoða hvalinn. Sá taldi að hvalurinn hefði að líkindum lent í átökum við hákarl og ekki borið þess bætur. „Ekki útilokaði ég það frekar en annað enda ekki ástæða til að letja þriggja ára efnilega vísindamenn að setja fram eigin tilgátur,“ segir Bjarni og vísar þar í son sinn, Jón Bjarnason, en þeir feðgar eru einmitt saman á myndinni sem fylgir fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir