Býður upp á um 200 gistirými á Blönduósi
Lárus B. Jónsson hefur tekið við rekstri Hótel Blönduóss og gistiheimilisins í Gamla pósthúsinu í miðbæ Blönduóss. Hann hefur rekið sumarhúsaleiguna Glaðheima á bökkum Blöndu á Blönduósi frá árinu 2008 og vinnur auk þess að því að innrétta fjórar stúdíó íbúðir við Húnabraut. Lárus er því á góðri leið með að vera kominn með alla flóruna í gerð gistiplássa, eins og hann orðar það í nýjasta tölublaði Feykis.
Lárus tók við rekstri Hótel Blönduóss og Gamla pósthússins sem hann keypti af Ólafi Ívani Wernerssyni þann 1. apríl sl., en hann hafði einnig keypt Glaðheima af Ólafi á sínum tíma.
„Þetta gerðist mjög snöggt, hann í rauninni henti hótelinu í mig,“ segir hann og hlær. „Hann sagði mér að taka við þessu áður en ég var búin að fjármagna þetta alveg. En ég var svo heppinn, ég setti inn umsókn um fjármögnun og allt gekk upp,“ segir Lárus.
Sjá nánar í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út á fimmtudaginn.