Byggðaráð Húnaþings vestra mótmælir sameiningum heilbrigðisstofnanna

Byggðaráð Húnaþings vestra mótmælir á fundi sínum í morgun harðlega áformum um skeðingu á þjónustu  heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga þ.m.t. skertu sjálfstæði stofnunarinnar og skorti á nauðsynlegu samráði.

 Byggðarráð Húnaþings vestra gerir þá kröfu að komi til sameiningar heilbrigðisstofnana verði hún vel undirbúin og að allar ákvarðanir verði sérlega vel ígrundaðar en ekki teknar í fljótræði þar sem um grunnþjónustu samfélagsins er að ræða.

Lögð er áhersla á að framkvæmd sameiningarinnar verði á jafnréttisgrunni milli einstakra stofnana en ekki að um sé að ræða innlimun undir Heilbrigðisstofnun Akraness.

Byggðarráð Húnaþings vestra leggur áherslu á að ef áform um sameiningu heilbrigðisstofnana komi til framkvæmda sé tryggt að í skipuriti þeirrar nýju stofnunar komi fram að fagleg og stjórnunarleg ábyrgð sé áfram í heimahéraði og að sérstakur rekstrarstjóri sé þar starfandi.

Byggðarráð Húnaþings vestra leggur ríka áherslu á að þjónusta sem veitt hefur verið við Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga verði á engan hátt skert og að íbúar læknishéraðsins njóti áfram þjónustu þess frábæra fagfólks sem þar starfar.“

Hefur ályktun þessi verðu send til heilbrigðisráðherra.

Fleiri fréttir