Byggðastofnun skorin niður um 21% og Náttúrustofa um 50%

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslyndra skrifar grein á Feyki.is þar sem hann segir að núverandi ríkisstjórn verði eflaust minnst fyrir ósvífnustu kosningasvik sögunnar. Í grein Sigurjóns kemur fram að á fjárlögum verði fjárframlög til Byggðastofnunar skorin niður um 21% og Náttúrustofu um 50%.

Þá verður háskólanum á Hólum gert að skera niður um 7,3%. Þá ræðst Sigurjón í skrifum sínum að Guðbjarti Hannessyni sem hann segir standa fyrir svakalegri aðför að heilbrigðisþjónustunni í Skagafirði en Heilbrigðisstofnunin í Skagafirði er ætlaða að draga saman um þriðjung af starfsemi sinni.

Grein Sigurjóns í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir