Alþjóðlegi brandaradagurinn er í dag - 1.júlí

Í dag er alþjóðlegi brandara dagurinn og á ég nú erfitt með að láta þennan dag fram hjá mér fara þar sem ég hef ótrúlega gaman að því að lesa góða brandara, stundum yfirfæri ég þá yfir á mig, mína vini og fjölskylduna, sem hefur vakið mikla lukku, því langar mig að deila nokkrum góðum með ykkur hér á feyki.is í dag. 

En upptök þessa dags byrjaði í Bandaríkjunum en auðvitað hefur mannkynið sagt brandara frá því að þeir sáu fyrst spegilmynd sína í polli og fóru að gagrýna sjálfan sig og aðra. Grikkir eru samt sem áður taldir eiga heiðurinn af fyrsta brandaranum og geta þeir einnig státað sig af því að hafa opna fyrsta skemmtiklúbbinn. Tilgangur hans var þá að koma og segja brandara en ekki að vera með uppistand eins og tíðkast í dag.

Hér er dæmi um forngrískan brandara....

Rakari, sköllóttur maður og prófessor, sem var frekar utanvið sig, fara í ferðalag saman. Þeir þurfa að tjalda yfir nóttina og þeir ákveða að skiptast á að passa farangurinn. Þegar kemur að rakaranum að vakta dótið þá leiddist honum svo mikið að hann ákveður að raka allt hárið af prófessornum. Þegar kom að prófessornum að taka við vaktinni þá stríkur hann yfir höfuðið á sér og segir, voðalega getur rakarinn verið vitlaus. Hann vakti sköllótta manninn í staðinn fyrir mig.

Heheh en það er því við hæfi að halda upp á svona dag með því að segja að minnsta kosti einn brandara  við vin sinn í dag og fá hann til að brosa því þá er markmiði dagsins náð, að fá fólk til að gleðjast saman.

Njótið dagsins

Sigga sigga sigga 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir