feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 02.07.2025
kl. 15.40 bladamadur@feykir.is
Á heimasíðu Húnaþings vestra: hunathing.is kemur fram að vinna við deiliskipulag svokallaðs lífsgæðakjarna fyrir íbúa sveitarfélagsins, 50 ára og eldri.
„Veðrið er betra en á Króknum. Líklega um 30 stig, glampandi sól og logn. Þetta er í lagi í smá tíma en svo saknar maður Skarðagolunnar,“ segir Palli Friðriks, fyrrum ritstjóri Feykis, sem nú er staddur í Sviss þar sem hann og fjölskyldan hyggjast styðja dyggilega við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefur leik á EM klukkan fjögur í dag.
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni 02.07.2025
kl. 13.35 bladamadur@feykir.is
Þrjár af þekktustu tónlistarkonum landsins munu halda tónleika á Sauðárkróki í júlí. Þetta eru þær: GDRN, Una Torfa og Bríet. Þessar ágætu konur þarf ekki mikið að kynna svo áberandi hafa þær verið í íslensku tónlistarlífi síðustu ár.
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni 02.07.2025
kl. 11.20 bladamadur@feykir.is
Laugardaginn 21. júní opnaði formlega smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði. Þar býr safnstjórinn Ómar Unason ásamt konu sinni Dóru Ingibjörgu. Snemma byrjaði söfnunarárátta Ómars en elsta hlutinn á safninu eignaðist hann þegar hann var 10 ára.
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni 02.07.2025
kl. 10.59 oli@feykir.is
Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27.-29. júní. Vestur-Húnvetningar gerðu gott mót og til að mynda sigraði Jóna Halldóra Tryggvadóttir í pönnukökubakstri. Annar Vestur-Húnvetningur, Jónína Sigurðardóttir, hreppti þriðja sætið í sömu keppni.
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Skemmst er frá því að segja að vorverkum Brimnesskógarmanna í Skagafirði þetta árið er lokið. Hugað var að girðingunni umhverfis ræktunarsvæðið og hún lagfærð, en heita má árvisst að snjór sligi hana á fáeinum stöðum. Landið sem sem ræktað er á er um 23 hektarar að flatarmáli og er í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og er skógurinn gjöf félagsmanna til samfélagsins.
Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla, Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl 14 á Staðarhóli, þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að geyma margvíslegan fróðleik sem í senn tengist sögu staðarins en umfram allt auðvitað Sturlungu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur...