Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 06.01.2026
kl. 13.50 oli@feykir.is
Emma Katrín Helgadóttir badmintondrottning er Íþróttamaður Tindastóls árið 2025 en úrslit í kjörinu voru kynnt í gær. Emma Katrín vann á árinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þar á meðal tvöfalda Íslandsmeistaratitla í 1. deild fullorðinna í einliða- og tvíliðaleik. Hún er Íslandsmeistari unglinga í tvíliðaleik og er í dag í 6. sæti á styrkleikalista kvenna í einliðaleik á landinu.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 06.01.2026
kl. 09.30 oli@feykir.is
Í gærkvöldi var tilkynnt við hátíðlega athöfn hver varð fyrir vainu sem Íþróttamaður ársins 2025 hjá UMSS og kom sá heiður í hlut Sigtryggs Arnars Björnssonar körfuboltakappa. Arnar var hins vegar fjarri þessu góða gamni enda staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila í dag í ENBL-deildinni. Körfuknattleiksliðið var síðan valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfari ársins.
Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólks. Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-lystin hefur áður tekið fyrir tvær dömur í hljómsveitinni Skandal, þær Ingu Suska frá Blönduósi og Sóleyju Sif frá Skagaströnd, en nú er komið að þriðja og síðasta Norðvestlendingnum í þessari efnilegu fimm stúlkna hljómsveit. Röðin er því komin að Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur frá Tjörn í Skagabyggð að tækla Tón-lystina en hún er fædd árið 2006, spilar á þverflautu og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri líkt og aðrir meðlimir Skandals.