Fréttir

Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 3

Meira

Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 2

Meira

Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 1

Meira

Alþjóðlegi brandaradagurinn er í dag - 1.júlí

Í dag er alþjóðlegi brandara dagurinn og á ég nú erfitt með að láta þennan dag fram hjá mér fara þar sem ég hef ótrúlega gaman að því að lesa góða brandara, stundum yfirfæri ég þá yfir á mig, mína vini og fjölskylduna, sem hefur vakið mikla lukku, því langar mig að deila nokkrum góðum með ykkur hér á feyki.is í dag.
Meira

Helgargóðgætið - Salthnetu og súkkulaðirúsínuterta

Ef við fáum ekki gott veður um helgina þá er um að gera að setja í tertu, kveikja á uppáhalds tónlistinni, setjast niður í þægilegan stól, upp með fætur, njóta tertunnar og ímynda sér að maður sé á sólarströnd í góðra vina hópi.
Meira

Krúttmyndband dagsins - skylduáhorf!

Þetta myndband sprengdi krúttskalann hjá mér því það er alltaf svo gaman að sjá þegar börn og dýr getað notið tilvistar hvors annars. Hér eru bræðurnir Viktor Darri og Kristján Franz að fá sér súp með hestinum Yl í mestu makindum. Það var móðir þeirra, hún Stefanie Wermelinger, sem tók þetta upp og deildi á facebook síðunni sinni og hefur það vakið mikla lukku. Hún er menntaður reiðkennari og tamningarkona og eiginmaður hennar er Kristján Elvar Gíslason járningarmeistari, þau búa á Sauðárkróki.
Meira

Hvað finnst lesendum feykis.is um þennan furðuljóta bíl?

Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem býr á Sauðárkróki, að nýr bíll er í bænum. Um er að ræða breytta Toyotu Corollu og kallast NeuRat. Þetta er nýtt trend í dag sem tekið var upp til að minnast RatRod sem menn gerðu mikið af hér áður fyrr. Reynar er enn verið að smíða RatRod í dag en í þá er notað mikið eldri bíla en þá sem eru úr nútíma samfélaginu, eins og þessi er úr.
Meira

Fagnaðu súkkulaðiísdeginum í dag

Uppruni Súkkulaðiísdagsins er óþekkt en talið er að Ítalir hafi fyrstir byrjað á því að frysta heitt súkkulaði árið 1692. Vanilluís er reyndar talinn vera vinsælasta bragðtegundin en eftir að súkkulaðiís kom á markaðinn þá hefur hann verið sú bragðtegund sem er hvað mest nálægt því að steypa vanilluísnum af pallinum.
Meira

Fáðu þér kleinuhring í dag

Af hverju? jú það er alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn í dag.... Þessi siður var tekinn upp í fyrri heimstyrjöldinni og var tilgangurinn með honum að gleðja Bandaríska hermenn sem gegndu herþjónustu og til að minna þá á heimahagana. En við hér á klakanum ætlum bara að borða þá til að gleyma, gleyma öllum aukakílóunum, því við erum jú næst feitasta þjóð í heimi:)
Meira

Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega.
Meira