Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Það voru félagar í áhugamannafélaginu Bjarmanum frá Neskaupstað sem tóku sig til og gáfu þennan fallega útfararbíl á Samgönguminjasafnið í Skagafirði um helgina. Félagið var stofnað á sínum tíma til að halda utanum bílaútgerð fyrir útfararbíl í kaupstaðnum.
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugardagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu og var hún því að sjálfsögðu plötuð í að svara Tón-lystinni.