Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Það voru félagar í áhugamannafélaginu Bjarmanum frá Neskaupstað sem tóku sig til og gáfu þennan fallega útfararbíl á Samgönguminjasafnið í Skagafirði um helgina. Félagið var stofnað á sínum tíma til að halda utanum bílaútgerð fyrir útfararbíl í kaupstaðnum.
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.