Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Það voru félagar í áhugamannafélaginu Bjarmanum frá Neskaupstað sem tóku sig til og gáfu þennan fallega útfararbíl á Samgönguminjasafnið í Skagafirði um helgina. Félagið var stofnað á sínum tíma til að halda utanum bílaútgerð fyrir útfararbíl í kaupstaðnum.
Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.
Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Jóna - atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson í samantekt og ritstjórn Símonar Jóns Jóhannssonar. Jón Ingvar var fæddur á Akureyri árið 1957 og ólst þar upp en lést langt fyrir aldur fram árið 2022. Hann var sonur Jóns Hafsteins Jónssonar stærðfræðikennari og Soffíu Guðmundsdóttur tónlistarkennari. Jón Ingvar hóf sína skólagöngu á Akureyri fimm ára gamall en veturinn 1965 – 1966 bjó hann hjá föðurbróður sínum Ingvari Gýgjari og Sigþrúði konu hans á Gýgjarhóli í Skagafirði og gekk þar í barnaskóla.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nafn Elsu Rutar Róbertsdóttur datt alveg óvart í fang Feykis þegar verið var að leita að fórnarlömbum í Tón-lystina. Eftir smá nöldur ákvað hún að takast á við verkefnið. Elsa, sem er fædd 1981, býr á Norðurbrautinni á Hvammstanga og það er alveg slatti af tónlistarhæfileikum í ættinni; þannig hafa bræður hennar, Júlíus og Þorsteinn báðir svarað Tón-lystinni fyrir nokkru síðan og Elsa er því þriðja barn hjónanna Hafdísar og Róberts á Hvalshöfða til að svara þættinum. „Ég ólst upp í Hrútafirði, fyrst á Borðeyri en síðan Reykjaskóla. Eftir að hafa prófað að búa í Kópavogi í smá tíma fluttist ég aftur norður og hef búið á Hvammstanga síðan 2006,“ segir hún.