Fréttir

Fornar reglur um hvernig konan á að taka á móti eiginmanni sínum eftir langan vinnudag, hjá honum!

Það flaug í gegnum samfélagsmiðilinn facebook um daginn færsla um reglur, hvernig kona eigi að taka á móti eiginmanni sínum þegar hann kemur heim úr vinnunni, sem voru teknar upp úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950. Þegar ég byrjaði að lesa þær verð ég að viðurkenna að ég varð pínu reið inn í mér, trúði því ekki að það hafi verið til reglur um þetta sem krakkar lásu í kennslubók, en sem betur fer er tíminn annar í dag og vonandi verður þessi bók endurútgefin með nýju reglunum.
Meira

Vertu með pizzupartý í kvöld - uppskrift af humarpizzu

Í dag er alþjóðlegi pizzupartýdagurinn, er þá ekki alveg tilvalið að skella í heimabakaða humarpizzu og bjóða vinum í mat
Meira

Okey hvað er að frétta?

Nýjasta tískuslysið eru gallabuxur sem þú getur tekið skálmarnar af og þá ert þú komin með mjög stuttar stuttbuxur, eða eins og ég vil kalla það bleyjubuxur.
Meira

Alþjóðlegi bökunardagurinn er í dag - skelltu í pönnsur

Ég hef prófað margar uppskriftir af pönnukökum en þessi virðist eiga vinninginn hjá mér, lang bestar! Þetta er uppskrift sem ég sá á www.eldhussogur.is og eru einmitt, eins og hún segir sjálf á vefnum, eins og þessar sem maður fékk hjá ömmu í gamla daga:)
Meira

Langar þig í nýja eldhúsinnréttingu?

Það að skipta um eldhúsinnréttingu getur verið mikið vesen og mjög kostnaðarsamt sem fáir nenna að vaða í nema með miklum undirbúningi og góðu skipulagi en það er hægt að fara ódýrari leiðir án þess að rífa allt út og tæma budduna. Skagfirðingurinn hún Guðrún Sonja Birgisdóttir flutti nýverið á Blönduós þar sem hún er að opna í byrjun júní bæði gistiheimilið Retro við Blöndubyggð 9 og veitingahúsið Retro sem verður staðsett á Aðalgötu 6 á Hótel Blöndu. Einnig festi hún kaup á íbúð þar í bæ og það fyrsta sem hún ákvað gera var að mála og filma eldhúsinnréttinguna sína.
Meira

Uppskrift af gamaldags brauðtertu m/baunasalati - þriggja laga

Er ekki við hæfi að skella í eina brauðtertu um helgina?
Meira

Innihurðir fá nýtt útlit!

Fyrir nokkrum vikum síðan setti ég inn myndir af forstofuskápi sem hún Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, tók í gegn og gaf nýtt útlit sem tókst auðvitað með eindæmum vel hjá henni enda vandvirk. Nú langar mig að sýna ykkur innihurðir sem hún málaði á sama hátt og skápinn. Hún byrjaði á því að grunna með JOTUN Kvist-og sperregrunning, lakkaði svo yfir með LADY Supreme Finish, halvblank, Tre og panel. Hún notaði lakkrúllu í verkið. Eins og sést á fyrir og eftir myndunum þá er rosalega mikil breyting og er þetta frábær lausn ef fólk vill hafa bjartara heima hjá sér, tala nú ekki um þegar íbúðin er með dökkar hurðir í þröngum gluggalausum gangi. Liturinn sem hún notaði á veggina kallast dökkroði og fæst í Versluninni Eyrin á Króknum.
Meira

Hefur þú prófað þennan?

Vissir þú að það eru til meira en hundrað leiðir til að binda bindishnút? Þeir algengustu eru "Half in Half", "Half Windsor", "Windsor" og "Shell Knot" En hér kemur einn fallegur sem kallast Eldredge hnúturinn, prófaðu að gera hann næst þegar þú setur upp bindi
Meira

Skelltu í vöfflur í dag

Í dag er alþjóðlegi vöffludagurinn og því er tilvalið að skella í vöfflur. Ég ætla að deila með ykkur fjölskylduuppskriftinni sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei. Nú ef þið nennið ekki að setja í þessa auðveldu uppskrift þá mæli ég með Vilko pakkavöfflunum.
Meira

Helgargóðgætið - Góðir gersnúðar

Ég sá um daginn uppskrift af gersnúðum með yfirskriftinni "Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu" og ég á stundum erfitt með mig þegar svona stórar staðhæfingar eru settar fram, þá var ég ekki lengi að setja í þessa uppskrift. Góðir eru þeir en ég er ekki sammála að þeir séu betri en þessir úr bakaríinu því ég er mikill aðdáandi snúðanna frá Sauðárkróksbakaríi. En fyrir þá sem vilja mjúka heimabakaða kanilsnúða þá er þessi uppskrift alveg tilvalin.
Meira