Fréttir

Hugleiðingar um ánamaðka

Ég fór út að skokka einn morguninn eftir góða rigninganótt á hlaupabrautinni á Króknum og á meðan er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á mér og datt ég í þann gír að velta því fyrir mér af hverju í ands.. ánamaðkar tækju upp á því að koma upp á yfirborðið um og eftir vætutíð... eru þeir haldnir sjálfsvígshugleiðingum, nei ég segi bara svona. Mér þykir þetta samt frekar undarlegt. Halda þeir kannski að grasið sé grænna hinumegin við hlaupabrautina. Ég ákvað því að kynna mér betur þessa frekar ógeðslegu og slímugu skordýrategund sem gerir lítið gagn annað en að vera fuglamatur eða hvað?
Meira

Rifinn grís og kjúklingur á vöfflu

Matgæðingurinn í tbl 5 á þessu ári var Gunnar Bragi Sveinsson en sonur hans, Róbert Smári Gunnarsson, skoraði á pabba sinn að taka við boltanum í þessum matarþætti. Gunnar Bragi hefur verið áberandi í pólitíkinni fyrir hönd Framsóknarmanna en í dag er hann kenndur við Miðflokkinn og er búsettur á Reykjavíkursvæðinu en fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Hann er kóngurinn!

Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Meira

Er þetta eftirrétturinn um páskana?

Páskaegg er eitthvað sem ekkert heimili getur verið án á sjálfum páskunum og oft á tíðum eru til nokkur stykki á hverju heimili. Hvernig væri að prufa að gera þennan eftirrétt um páskana, svona til að gera páskana í ár ennþá gleðilegri, páskaegg fyllt með ís, sósa og skraut. Tekur sirka 5 mínútur að útbúa. Gerist ekki girnilegra, slurp.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko vöffluþurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef vöfflujárnin eru farin að gefa sig þá er 20% afsláttur af öllum vöfflujárnum í Skagfirðingabúð dagana 25.-27. mars.
Meira

Svínakjötspottréttur og kladdkaka með Rolokremi

Matgæðingur vikunnar í tbl 47, 2020 var Margrét Petra Ragnarsdóttir, dóttir Dóru Ingibjargar Valgarðsdóttur og Ragnars Péturs Péturssonar. Margrét er því Króksari í húð og hár þó hún hafi tekið nokkrar pásur frá firðinum fagra í gegnum lífsævina en í dag býr hún á Hólum í Hjaltadal ásamt Sveini Rúnari Gunnarssyni og tveimur dætrum, þeim Emmu Dallilju og Viktoríu Rún.
Meira

Rósirnar frá Starrastöðum bræða blómahjartað

Það er fátt sem hefur yljað manni eins mikið á þessum skringilegu tímum eins og rósirnar frá Starrastöðum. Þær eru hreint út sagt algjört æði og það sem toppar þetta allt saman er hversu vel þær standa eftir að maður kaupir sér einn til tvo vendi. Sú sem á heiðurinn að því að koma þessum fallegu rósum á markað er hún María Ingiríður Reykdal.
Meira

Steikarsamloka og smá sætt í eftirrétt

Ég veit um fátt betra en góða steikarsamloku með nautakjöti, bearnaise og fröllum. Þegar ég var að vinna í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugarveginum, elskaði ég að rölta á veitingastaðinn Vegamót í hádeginu og fá mér eina slíka – því hún klikkaði aldrei. Við Binni gerum stundum svipaða samloku þegar við komumst yfir gott nautakjöt því það skiptir svo miklu máli ásamt sósunni.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira

Lamba-, ær-, og folaldakjöt frá Sölvanesi

Hjónin Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir, sem búa á bænum Sölvanesi í Skagafirði, bjóða upp á ýmislegt góðgæti í bíl smáframleiðenda þegar hann er á ferðinni. Í Sölvanesi er rekinn búskapur með sauðfé og hross en einnig bjóða þau upp á gistingu þar sem náttúruunnendur og útivistarfólk ætti að hafa nóg fyrir stafni því margar góðar gönguleiðir eru í námunda við bæinn.
Meira