Fréttir

Bragðmikill kjúklingaréttur og klikkuð kókosbolluterta

Þegar kólnar svona í veðri þá langar mig helst til að skríða undir teppi upp í sófa og horfa á Netflix, þegar ég kem heim úr vinnunni á virkum dögum. Þá endar kvöldmaturinn yfirleitt með því að það er eitthvert snarl í matinn, krökkunum til mikillar gleði. En um helgar er annað upp á teningnum en þá nenni ég að brasa aðeins í eldhúsinu og þá er gott að eiga nokkrar góðar uppskriftir til að matreiða.
Meira

Skuggi nagar allt nema dótið sitt

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Það gæludýr sem ekki finnst á öðruhvoru heimili eins og hundar og kettir eru kanínur en þær eru orðnar hluti af dýralífi Íslands því þær finnast villtar víða á landinu. Á Blönduósi býr hún Hulda Birna Vignisdóttir, dóttir Sigrúnar Óskarsdóttur og Vignis Björnssonar, ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Birnu, en þær eiga lítinn krúttlegan loðbolta sem heitir Skuggi og kom nýlega inn á heimilið þeirra.
Meira

Ert þú með nikkelóþol?

Ef þú færð húðertingu undan skartgripum sem eru óekta þá eru ágætar líkur á því að þú sért einnig með óþol fyrir nikkelríkri fæðu. Já þú last rétt... það leynist nikkel í mörgum fæðutegundum sem við neytum á hverjum degi og fyrir þann sem er að taka til í mataræðinu sínu með að borða hollari fæðutegundir getur þetta óþol ruglað marga í rýminu því það leynist nikkel í mörgu sem er hollt.
Meira

Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!

Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Meira

Skellti í eitt ljóð í tilefni dagsins... vertu með:)

Því í dag, 7. október, er nefnilega alþjóðlegi ljóðadagurinn. Ég gerði því tilraun til að skella í eitt en held að þetta sé meira vísa...
Meira

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira

Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.
Meira

Búið er að draga út í N1 vegabréfaleiknum

Það hafa eflaust margir foreldrar þurft að hjálpa börnum sínum að safna stimplum þegar vegabréfaleikur N1 hófst með látum í sumar. Leikurinn gekk út á það að safna stimplum í þartilgerð vegabréf sem maður sótti á næstu N1 stöð. Þegar eitthvað var keypt þar fyrir meira en 500 kr. þá gastu fengið stimpil í vegabréfið og auka glaðningur fylgdi með. Skila þurfti vegabréfinu fyrir 20. ágúst og er nú búið að draga út í leiknum.
Meira

Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.
Meira

Skemmtilegur hrekkur

Er nokkuð viss um að allir þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýtt rúm hlammi sér niður í prufueintökin í húsgagnaverslunum. Ég átti mjög erfitt með að halda hlátrinum inn í mér þegar ég horfði á þetta myndband og vona að þú hafir jafn gaman að.
Meira