Af hverju að baka um helgina ef þú getur látið aðra um það?
feykir.is
Skagafjörður, SiggaSiggaSigga
01.09.2017
kl. 11.00
Það er vaninn hjá mér fyrir hverja helgi að setja inn uppskrift af einhverju helgargóðgæti en því miður verður enginn uppskrift fyrir þessa helgina. En fyrir þá sem hafa fylgst með hér á feykir.is og hugsað í hvert skipti "best að baka þessa um helgina" en ekki látið verð af því, þá er um að gera að skella sér á kaffihlaðborðið á Samgönguminjasafninu í Stóragerði á sunnudaginn nk. milli 14-17, því þar verður hægt að smakka á öllum kökuuppskriftunum sem ég hef deilt með ykkur.
Meira