Dagatal Þyts 2009

Dagatal Þyts 2009 er komið út, það kostar 2.000.- og er til styrktar félagsstarfi Hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra.

-Dagatal hestamannafélagsins Þyts er gefið út til styrktar félagsstarfinu. Þetta er í fjórða skiptið sem dagatalið er gefið út og er það alltaf að verða vinsælla og vinsælla. Myndirnar í dagatalinu eru myndir sem félagsmenn Þyts hafa sent okkur og í ár fengum við um 60 myndir og auðvitað allar mjög fallegar og var því valið mjög erfitt, segir Kolbrún hjá Hestamannafélaginu Þyt.
-Inn á dagatalið eru settar dagsetningar allra viðburða í tengslum við hestamennskuna í Húnaþingi og öll stórmót ársins eru einnig inn á dagatalinu. Ræktunarbú í Húnaþingi og fleiri fyrirtæki eru með auglýsingar á dagatalinu.
-Þetta er því frábært dagatal fyrir þá sem vilja fylgjast með hestamennskunni á árinu 2009 og flott jólagjöf.
Hægt er að panta það á e-meil sigeva74@hotmail.com fyrir 10. des og kostar það þá 1.800.-

Fleiri fréttir