Dagskrá Sjómannadagsins á Hvammstanga
Sparisjóðsrallí, helgistund, siglingar, koddaslagur, flekahlaup og almennt busl verður partur af dagskrá Sjómannadagsins í ár. Hann er á sunnudaginn næstkomandi og eru allir hvattir til að mæta, taka þátt eða fylgjast með.
10:00 Sparisjóðshjólarallýið fyrir alla aldurshópa
Þeir sem fæddir eru 2001 og fyrr mæta við Kirkjuhvammskirkju kl 09:45.En þeir sem fæddir eru 2002 og seinna mæta við Leikskólann Ásgarð kl 10:00 Sparisjóðurinn Hvammstanga gefur verðlaunin í hjólarallýinu.
13:00 Helgistund við höfnina
Helgistund við höfnina hjá minnismerki um drukknaða sjómenn. Prestur Sr. Magnús Magnússon. Kirkjukór Hvammstanga annast söng undir stjórn Pálínu Skúladóttur.
Lagður verður blómsveigur að minnismerki um drukknaða sjómenn.
Sigling á Miðfirði
Útgerðir á Hvammstanga bjóða uppá stutta siglingu um Miðfjörð að helgistundinni lokinni.
Selaskoðunarbáturinn Brimill
Selaskoðunarbáturinn Brimill verður til sýnis eftir siglingu. Hægt er að fræðast um fyrirtækið á vefsíðunni www.sealwatching.is
14:00 Selasetrið
Sumardagskrá Selaseturs Íslands hefst með opnun á sýningu Önnu Gunnarsdóttur sem ber nafnið Öldur – Waves kl. 14:00. Verk Önnu eru unnin með aldagamalli tækni sem notuð var við körfugerð. Þráður er vafinn utan um efni hring eftir hring með miklum krafti og er verkið formað um leið. Þetta er túlkun listamannsins á þeim krafti og þeirri orku sem býr í öldum hafsins. Í tilefni dagsins verður frítt inn á setrið frá kl. 14 – 17. Allir velkomnir!
15:00 Sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar Káraborgar í Félagsheimilinu Hvammstanga
Allur ágóði í ár rennur til tækja og búnaðar kaupa fyrir björgunarsveitina og unglingadeildina.
15:00 Tómbóla Kvennabandssins í Félagsheimilinu Hvammstanga
Allur ágóði rennur til líknarmála.
17:00 Buslað í björtu
Áframhaldandi dagsskrá við Hvammstangahöfn þar sem farið verður í koddaslag, flekahlaup o.fl. Nýkjörnir sveitarstjórnarmenn eru hvattir til að mæta og vera í fötum sem meiga blotna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.