Dansað gegn kynbundnu ofbeldi

Dansað í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Aðsendar myndir.
Dansað í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Aðsendar myndir.

Hinn árlegi dansviðburður gegn kynbundnu ofbeldi, Milljarður rís, var haldinn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. fimmtudag. Kom allnokkur hópur fólks þar saman til að sýna samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis og dansa fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.  

Þetta var í sjöunda skipti sem viðburðurinn er haldinn hér á landi en í fyrra var dansað í meira en 200 löndum víðs vegar um heiminn. Að þessu sinni var dansað á ellefu stöðum á Íslandi; í Hörpu, í fé­lags­heim­il­inu Herðubreið á Seyðis­firði, Foss­hót­eli á Húsa­vík, íþrótta­hús­inu á Sauðár­króki, íþrótta­hús­inu Nes­kaupstað, íþróttamiðstöðinni á Eg­ils­stöðum, í Hnyðju í Hólma­vík, Nýheim­um á Höfn í Hornafirði, íþrótta­hús­inu Iðu á Sel­fossi og Hofi á Ak­ur­eyri. Aldrei hef­ur verið dansað á fleiri

stöðum á land­inu í til­efni af Millj­arður rís.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir