Danspíur á heimleið.

Feykir.is sló á þráðinn til Lindu Bjarkar á Steinnýjarstöðum en Linda Björk fer fyrir línudanshópi á Skagaströnd sem nú um helgina var á stórri línudanshátíð í Glasgow. -Við erum bara í Mosfellsbænum og á heimleið eftir vel heppnaða ferð, sagði Linda Björk og bak við hana mátti heyra hlátrarsköll vinkvennanna. -Við vorum á hátíð þar sem saman voru komnir á milli þrjú og fjögur hundruð línudansarar og fór helgin því í að dansa og læra ný spor auk þess sem við kíktum aðeins í búðir, bætti hún við.

Linda Björk lofar ferðasögu sem birt verður í Feyki eftir rúma viku.

Fleiri fréttir