Darrel Lewis í úrvalsliði Domino´s deildarinnar
Úrvalslið karla og kvenna í Domino´s deildunum var kunngert í gær en þar á meðal var hinn 38 ára gamli leikmaður Tindastóls, Darrel Lewis. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn í Domino´s deild kvenna og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var útnefndur besti þjálfarinn í Domino´s deild karla.
Samkvæmt vef KKÍ var Lele Hardy leikmaður Hauka og Michael Craion leikmaður KR útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta Domino´s deildanna.
Úrvalslið kvenna á fyrri hluta Domino´s deildarinnar er eftirfarandi:
Hildur Sigurðardóttir - Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell
Lele Hardy - Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Valur
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson - Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónýsdóttir - Valur
Besti leikmaður fyrri hlutans: Lele Hardy - Haukar
Úrvalslið karla á fyrri hluta Domino´s deildarinnar er eftirfarandi:
Dagur Kár Jónsson - Stjarnan
Pavel Ermolinskij - KR
Darrel Lewis - Tindastóll
Helgi Már Magnússon - KR
Michael Craion - KR
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson - KR
Dugnaðarforkurinn: Sveinbjörn Claessen - ÍR
Besti leikmaður fyrri hlutans: Michael Craion - KR
Besti dómari Domino´s deildanna: Sigmundur Már Herbertsson
Bjartsýnn á gengi liðsins í seinni hluta tímabilsins
Að neðan má sjá viðtal við Darrel Lewis af vefmiðlinum Karfan.is. Þar segist hann njóta þess í botn að leika með Tindastóli og talar vel um liðsfélaga sína sem hann segir alltaf gefa sig 100% í leikinn.
Hann segist horfa björtum augum á seinni hluta tímabilsins sem nú er að hefjast. Allir leikmenn liðsins séu til í slaginn og ef þeir koma til með að leika eins vel og þeir gerðu á fyrri hluta tímabilsins þá ætti liðið að vera í góðum málum.
Tindastóll tekur á móti liði Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki á morgun í fyrsta leik ársins.
http://youtu.be/Kdf7_o59qb0