Deremy Terrell Geiger verður með Stólunum í kvöld

Leikur Tindastóls gegn Val í 15. umferð Domino’s deild karla fer fram klukkan 18:30 í Síkinu í kvöld. Stólarnir eiga harma að hefna þar sem Valsarar tóku fyrri leikinn eftir að Pavel setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir í framlengingu og unnu 95-92. Það munu Stólar ekki láta gerast aftur. Allra nýjustu fréttir herma að Deremy Terrell Geiger sé kominn með leikheimild en ótrúlegar tafir hafa verið í kerfinu með þau mál fyrir kappann.

Það sem kannski má segja að sé jákvætt við það allt er að hann hefur verið virkur á æfingum allan mánuðinn og kemur inn með öll leikkerfi á hreinu. Vonast er til að Deremy reynist liðinu góður fengur í komandi baráttu, bæði í bikarleikjum sem og í baráttunni um heimaleikjarétt í úrslitakeppni. Ekki eru neinar aðrar breytingar fyrirhugaðar í herbúðum Tindastóls eftir því sem Feykir hlerar.

Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í kvöld er ÍR og  Þór Ak. eigast við annars vegar og toppliðin Keflavík og Stjarnan. Með sigri í kvöld er ljóst að Stólar munu nálgast toppliðin, annars vegar minnka muninn í tvö stig gagnvart Keflavík eða í fjögur stig gagnvart Stjörnunni sem nú trónir á toppnum með 24 stig. Keflavík er með 22 og Tindastóll 18. Sjá nánar HÉR

Allir að mæta í Síkið í kvöld, muna breyttan leiktíma, og eins og fyrr eru hamborgararnir sívinsælu til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir