Dregið í Facebook-leik Húnavöku

Mikil spenna er fyrir Húnavökunni sem haldin verður um helgina á Blönduósi enda verður  mikið um dýrðir. Haldin hefur verið úti Facebooksíða þar sem hægt er að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar og í gærkvöldi var dregið í Facebook-leik Húnavökunnar.

Aðalvinninginn, Blönduósspakkann, hlaut Garðar Garðarsson, Sigurrós Einarsdóttir vann Pizzatilboð frá Pottinum, Laeila Jensen Friðriksdóttir vann 5.000 króna bensínúttekt frá N1 og Gerða Kristjánsdóttir vann fría sundferð fyrir fjölskylduna.

Fleiri fréttir