Dregið í Facebook-leik Húnavöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.07.2012
kl. 09.38
Mikil spenna er fyrir Húnavökunni sem haldin verður um helgina á Blönduósi enda verður mikið um dýrðir. Haldin hefur verið úti Facebooksíða þar sem hægt er að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar og í gærkvöldi var dregið í Facebook-leik Húnavökunnar.
Aðalvinninginn, Blönduósspakkann, hlaut Garðar Garðarsson, Sigurrós Einarsdóttir vann Pizzatilboð frá Pottinum, Laeila Jensen Friðriksdóttir vann 5.000 króna bensínúttekt frá N1 og Gerða Kristjánsdóttir vann fría sundferð fyrir fjölskylduna.