Dregur úr vindi og birtir til eftir hádegi

Suðvestan 5-10 m/s og skýjað er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en dregur úr vindi eftir hádegi og birtir til. Suðaustan 5-10 og sums staðar væta seint á morgun. Hiti 8 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning með köflum, en úrkomulítið NV-til. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og væta í flestum landshlutum. Hiti 8 til 13 stig.

Á laugardag:

Hægviðri og stöku skúrir NA-til, en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:

Gengur í suðaustanhvassviðri með talsverðri rigningu, einkum S-til. Áfram milt veður.

Á mánudag:

Snýst líklega í hvassa suðvestan- og vestanátt með skúraveðri S- og V-lands og kólnar dálítið.

Fleiri fréttir