Drekktu betur í kvöld
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.11.2008
kl. 10.20
Spurningakeppnin Drekktu betur verður haldin í kvöld í Kántrýbæ. Þetta er í fjórða skiptið sem hún er haldin og nýtur mikilla vinsælda.
Stjórnandi að þessu sinni verður Guðbjörg Ólafsdóttir en hún og eiginmaðurinn Finnur Kristinsson sömdu spurningarnar.
-Þó að keppnin heiti Drekktu betur er ekki endilega verið að ætlast til að fólk drekki áfengi. Það getur alveg eins fengið sér kaffi, sögðu þau Svenný og Gunnar í Kántrýbæ aðspurð um nafnið á keppninni.