Drottningin lætur til skarar skríða aftur!

Eins og svo oft áður droppaði Fröken Fabjúlöss aðeins inn í Lyfju í gær, bara svona til að segja hæ við snyrtivörurnar og leggja puttann aðeins á snyrtiheimspúlsinn og athuga hvort hjartslátturinn væri eitthvað hraðari en venjulega. Ekki varð hún fyrir vonbrigðum í það skiptið!!

Hvað annað tók á móti henni en sú staðreynd að góðvinkona hennar, hún Katy Perry, var að enda við að dúndra nýjum ilm í hillurnar- Svo réttilega nefndur "Killer Queen Royal Revolution". Katy Perry og hennar undursamlega dásamlegu ilmir hafa alltaf haft sérstakann stað í hjarta Fabjúlöss, og þessvegna nánast krullaði hún upp gólfflísarnar í átt að ilmvatnsrekkanum og var ekki lengi að reka nefið upp að glasinu. Augnabliki seinna hafði Frökenin upplifað ást við fyrsta þef!!!

smile-katy-perry-killer-queen-blog

 

Royal Revolution er í sama lúkki og hinir ilmirnir frá drottningunni, en í þetta skipti svona líka fallega blátt og krúttlegt. Glasið sem ilmvötnin hennar Katy Perry koma í lítur svolítið út svona eins og ef demantur og gamalt lyfjaglas hafi átt barn saman og finnst Frökeninni það alltaf einstaklega smart og lekker hjá stjörnunni!!

article-0-1F510EEF00000578-801_634x629

En lyktin af þessari dásemd er náttúrulega alveg fyrir lengra komna! Fersk og sæt, alls ekki of ágeng en samt með smá "attitúd". Þetta er ilmvatn sem Frökenin sér fyrir sér að geti orðið nýja ánetjunin í heimshorni Fabjúlössmans, og er Royal Revolution komið hátt á "must have" listann!!

Frökenin var ekki lengi að redda sér prufu af glimmerheitunum, og með henni fylgdi samsetning ilmsins, svona lekker eins og ilmvatnsfræðingar myndu setja þetta upp og ákvað Fab að henda því með hérna.

Toppur: Bleik fresía, þyrniplóma og granatepli
Hjarta: Appelsínublóm, sandelviður og Jasmíneblöð
Grunnur: Mjúkt leður, musk og vanilluorkedía

Katy-Perry-Killer-Queen-Revolution-4-review

Frökenin er yfir sig hrifin af þessari lykt, hún er fín í hversdagsnotkun en einnig alveg tilvalin sem þetta "little something extra" á galakvöldið!

Killer Queen Royal Revolution frá Katy Perry er algjört uppáhald!

Fleiri fréttir