Dvalarrýmum fækkað um þrjú - Tvö af þessum þremur nýtt í dag

Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki barst sl. föstudag tölvupóstur frá Velferðarráðuneytinu með þeim skilaboðum að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar til reksturs öldrunarheimila. Í þessu felst að dvalarrýmum á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki verður fækkað úr 9 í 6 frá og með 1. janúar 2011.

Eins og staðan er í dag eru átta þessara rýma nýtt en samkvæmt heimildum Feykis hafa þessi pláss yfirleitt verið fullnýtt. Fólk flytji stundum þaðan og yfir í hjúkrunarrýmin þegar heilsu þess hrakar og geti þá liðið smá tími þar til plássin fyllast aftur. Í dag eru átta rými fullnýtt en einungis fjárveiting fyrir sex í stað níu plássa eins og gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum um rekstur ársins 2011.

Fleiri fréttir