Eflum byggð á Blönduósi
Á vegum Farskólans er hafið fræðsluverkefnið Eflum byggð á Blönduósi. Verkefnið er 2ja ára nám fyrir fullorðna og er kennt þrjú kvöld í viku. Kennt verður og byrjað með Lífsvefinn, þar sem m.a. er fjallað um sjálfstraust, tjáskipti, samskipti, fjölskyldu, vinnustað , nám og námstækni, fjármál heimilanna o.fl. og Upplýsingatækni.
Markmið verkefnisins er:
• Að auka starfshæfni íbúa með því að skapa jákvætt
andrúmsloft í samfélaginu gagnvart breytingum og þróun í
atvinnulífinu.
• Að skapa jákvætt andrúmsloft gagnvart fræðslu í
samfélaginu.
• Að auka námsgæði og aðgang að áframhaldandi
menntun í samfélaginu.
Fyrirhugað er að byrja með hóp á Skagaströnd um leið og næg þátttaka fæst.