Eftir vonskuveður á Blönduósi
„Eflaust mesti snjór sem hefur komið á Blönduós frá því að við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum 15 árum síðan. Veðrið er að ganga niður núna en það var mjög slæmt í gær og fram á nótt. Rafmagnið fór nokkrum sinnum af en aldrei í langan tíma,“ skrifar Róbert Daníel Jónsson á Facebooksíðu sína fyrr í dag.
Róbert fór með myndavélina í bæinn og fangaði afleiðingar snjókomunnar undanfarinn sólarhring og sendi Feyki.