Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari, leiðbeinir hópnum sem í eru 29 leikmenn frá 19 félögum, flestir frá Breiðablik eða fimm. Þrír koma frá HK, tveir frá ÍA, FH, Selfossi og Stjörnunni en aðrir koma frá ÍR, KA, KR, Leiknir R., Sindra, Fjölni, Fram, Hamri, Haukum, Hellerup IK, Vestra og Þór Akureyri auk Einars Ísfjörð frá Tindastól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir