Einar vill vita afstöðu ráðherra
Einar K. Guðfinnsson hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi á Ögmund Jónasson nýjan ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála um Reykjavíkurflugvöll. Fyrirspurn Einars K er tvíþætt. Annars vegar vill hann fá að vita afstöðu ráðherra til þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á Reykjavíkurflugvelli og hins vegar við líði undirbúningi að framkvæmdum við samgöngumiðstöð við flugvöllinn?
Tilefni fyrirspurnarinnar er sú að nú hefur hafið störf nýr samgönguráðherra, Ögmundur Jónasson og taldi EInar því nauðsynlegt að óska svara hans um afstöðuna til Reykjavíkurflugvallar. Forverar hans í starfi, þeir Halldór Blöndal, Sturla Böðvarsson og Kristján L. Möller voru eindregnir talsmenn þess að núverandi Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram miðstöð innanlandsflugs í landinu. Það segir Einar því þýðingarmikið að leiða fram skoðanir núverandi ráðherra á þessu umdeilda, en mikilvæga máli.
Einnig vildi Einar fá svör við undirbúning að gerð nýrrar samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta mál hefur sömuleiðis verið mjög á dagskrá og fyrrverandi ráðherrar verið því fylgjandi. -Málið var komið svo langt að það hafði verið sett á dagskrá sem eitt af viðfangsefnum í einkaframkvæmd, sem lífeyrissjóðirnir voru tilbúnir að fjármagna. Málið var komið svo langt að rætt var um að þetta gæti orðið fyrsta viðfangsefnið í hrinu einkaframkvæmda sem ætlunin var að efna til. Við höfum hins vegar fylgst með því að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið með alls konar vífillengjur sem benda til þess að ætlunin sé að svæfa málið eð hafna því alveg. Það er því brýnt að kalla fram upplýsingar um stöðu málsins, segir Einar í samtali við Feyki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.