Ekkert varaafl á Sauðárkrók í nótt – Skagafjörður straumlaus frá miðnætti
feykir.is
Skagafjörður
06.06.2019
kl. 13.23
„Vegna vandamála sem komu upp þá verður því miður ekki hægt að keyra varaafl á Sauðárkrók í nótt eins og áætlað var,“ segir Steingrímur Jónsson, deildarstjóri netreksturs Rarik á Norðurlandi, en eins og fram kom á Feyki.is í gær verður rafmagn tekið af Skagafirði frá miðnætti til kl 04:00 í nótt.
„Við teljum hins vegar að ekki sé hægt að fresta aðgerðinni meir og við verðum því að vera með rafmagnslaust á Sauðárkrók í nótt, segir Steingrímur. Fólk er því beðið um að undirbúa sig fyrir algert raf,agnsleysi og huga að viðkvæmum tækjum sem jafnvel þyrfti að taka úr sambandi á meðan rafmagnsleysið varir.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.